Lög og reglur Breytanda á Íslandi

Lög og reglur Breytanda á Íslandi

I. kafli

Nafn, aðsetur og merki

a)      Nafn samtakanna er Breytendur – Changemaker Iceland.

b)      Breytendur eru sjálfstæð ungliðahreyfing Hjálparstarfs kirkjunnar og hafa aðsetur á skrifstofu þeirra.

c)       Breytendur eru hluti af hinni alþjóðlegu Changemakerhreyfingu sem á uppruna sinn í ungliðahreyfingu Hjálparstarfs kirkjunnar í Noregi.

d)      Merki Breytanda er táknmynd af jörðinni á hvolfi með rauðan sveig sem byrjar fyrir ofan hana og nær réttsælis í kringum hana þrjá fjórðu hluta af hring. Jörðin á hvolfi táknar misrétti heimsins en sveigurinn táknar upphafsstaf Changemakerhreyfingarinnar.

 

II. kafli

Hugmyndafræði, hlutverk og markmið

a)      Breytendur má ekki leggja niður fyrr en fullri sanngirni í heiminum er náð.

b)      Hlutverk Breytanda er að vera vettvangur fyrir ungt fólk til þess að beita sér fyrir réttlátum heimi.

c)       Breytendur berjast fyrir bættum kjörum fólkst í þriðja heiminum með viðhorfsbreytingum og kerfisbreytingum í eigin nærumhverfi.

d)      Til að ná markmiðum sínum nota Breytendur jákvæðar, sjónrænar og lýðræðislegar aðferðir.

e)      Breytendur sjá um eina herferð á ári sem snýr að einu af baráttumálum hreyfingarinnar en þau eru:

  • Að finna lausnir á hlýnun jarðar, á þeim grundvelli að afleiðingar hennar varði mannréttindi.
  • Að vinna Fairtrade-vottuðum vörum brautargengi.
  • Að styðja friðsamlegar lausnir ágreiningsmála í heiminum en berjast gegn stríðsrekstri.
  • Að vinna gegn útbreiðslu HIV og alnæmis.
  • Að fá niðurfelldar óréttmætar skuldir þróunarríkjanna.

f)       Þessi fimm baráttumál eru ekki ófrávíkjanleg og er hreyfingunni frjálst að vinna að hverju því málefni sem fellur að hugmyndafræði hennar.

g)      Breytendur halda í það minnsta einu sinni á ári landsmót undir nafninu Fjaðrafok. Er það haldið snemma vors og á Fjaðrafoki er valið þema fyrir herferð næsta árs.

h)        Breytendur eru í tengslum við og starfar með öðrum hreyfingum sem vinna að sambærilegum málefnum.

III. kafli

Meðlimareglur og stjórn

a)      Breytendur bjóða alla velkomna óháð trú, stjórnmálaskoðunum, kynhneigð eða þjóðerni.

b)      Meðlimir Breytanda skrá sig á þar til gerð eyðublöð sem nálgast má á heimasíðunni www.changemaker.is.

c)       Stjórn Breytanda er kosin á árlegum aðalfundi. Embætti hennar eru leiðtogi, herferðarstjóri, gjaldkeri og alþjóðafulltrúi.

d)      Stjórnin kemur saman á stjórnarfundum annan hvern mánuð.

e)      Kosningarétt og kjörgengi í stjórn Breytanda á Íslandi hafa allir skráðir meðlimir á aldrinum 13-30 ára.

g)      Ritari Breytanda er skipaður með lýðræðislegri kosningu félagsmeðlima á aðalfundi hreyfingarinnar ár hvert. Laun hans eru greidd af Hjálparstarfi kirkjunnar.

h)      Skráðir meðlimir greiða 500 kr. árgjald til hreyfingarinnar.

 

IV. kafli

Staðarhópar

a)      Breytandahreyfingin samanstendur af staðarhópum.

b)      Til staðarhópa teljast hópar með minnst þrjá skráða meðlimi.

c)       Hver staðarhópur velur sér einn tengilið við ritara og stjórn Breytanda.

d)      Hver staðarhópur starfar sjálfstætt og velur sér verkefni, aðferðir og markmið sjálfur en starfsemin verður þó að falla að hugmyndafræði hreyfingarinnar.

e)      Allir staðarhópar starfa einnig saman að ákveðnum markmiðum.

 

V. kafli

Fjármál

a)      Ritarar sjá um að sækja styrki fyrir sameiginlegum verkefnum og sjá um að deila fjármagni á alla hópa.

b)      Staðarhópar sjá sjálfir um að fjármagna starfsemi sína eftir bestu getu.