HIV

Alnæmi er einn banvænasti faraldur sem herjað hefur á mannkynið nú á seinni tímum. 40 milljónir manna eru smitaðir af veirunni, 14.000 smitast daglega og 3 milljónir deyja á ári hverju. Faraldurinn stöðvar alla framþróun á þeim svæðum sem hann geysar, því heilu kynslóðirnar deyja úr alnæmi. Það er núna sem þarf að berjast gegn HIV/alnæmi. Það getum við gert með ýmsum leiðum:

* Koma í veg fyrir smit: veita upplýsingar um HIV og hvernig sé hægt að forðast smit. Nota krafta okkar og peninga til þess að þróa bóluefni gegn veirunni.

* Lyfjagjöf: nú eru komin lyf sem geta aukið lífslíkur smitaðra. En þau verða að vera aðgengileg öllum, óháð efnahag.Að auka lífslíkur smitaðra á ekki bara að gera af því allir eiga rétt til lífs, heldur líka til þess að halda fjölskyldum og samfélagsnetinu gangandi., til að fólkið sem stendur undir framleiðslu og verðmætasköpun deyi ekki allt.

* Efnahagsleg áhrif: 95% allra þeirra sem smitaðir eru af HIV veirunni búa í fátækum löndum. Það er unga kynslóðin sem stendur undir verðmætasköpun í landinu og þegar það fólk deyr af völdum alnæmis er það mikið áfall fyrir þjóðir sem þegar eiga í miklum fjárhagserfiðleikum. Þjóðarframleiðslan lækkar enn frekar og það þýðir aðeins eitt: ennþá minni peningum verður hægt að verja í heilsugæslu og skóla sem leiðir síðan til ennþá meiri fátæktar og fleiri smitaðra.

Changemaker í Noregi hefur einnig barist á móti fordómum sem beinast að HIV smituðu fólki í heimalandinu. Árið 2003 var herferð í Noregi þar sem þúsundir unglinga ásamt fólki í áberandi stöðum í mannlífinu stimpluðu sig „HIV jákvæða“, – þ.e. jákvæða gagnvart fólki sem smitað væri af HIV veirunni. Einnig var ýmislegt gert til þess að fá almenning til að hugsa sig um varðandi dulda fordóma gagnvart smituðum. Til að mynda (T.d) birtust nokkrir krakkar þar sem biskup Noregs átti að halda ræðu, með borða sem á stóð : „Biskupinn er HIV jákvæður“. Þessu var ekki vel tekið og voru margir hneykslaðir að slíkt væri sagt um biskup þjóðarinnar, en eftir nokkrar mínútur kom biskupinn fram og sagðist vera jákvæður gagnkvart HIV smituðum. Þá áttaði fólk sig á því hvað var verið að meina. Það hefði aldrei verið eins mikið hneyksli vegna borða sem stæði á: „Biskupinn er með krabbamein“ – er það nokkuð?