Changemaker International

Changemaker hreyfingin er alþjóðleg og starfar í fjölda landa. Hreyfingin var fyrst stofnuð í Noregi árið 1992, en þar fannst mönnum innan Hjálparstarfs kirkjunnar að vettvang vantaði fyrir ungt fólk til að láta til sín taka í alþjóðamálum. Hreyfingin hefur vaxið og dafnað allar götur síðan og hefur hún sterkasta stöðu í Noregi. Changemaker breiddist svo til Finnlands, þar sem hún er mjög sterk í dag. Changemaker á Íslandi var stofnað 2006. Einnig starfar hreyfingin með einhverju móti í Ungverjalandi, Hollandi, Pakistan, Súdan, Kenya og Mosambík .

Mismikil samskipti eru milli hreyfinganna, og hóparnir eru eins ólíkir og aðstæður í þessum löndum benda til. En allir hafa þeir það sameiginlega markmið að gera heiminn að sanngjörnum stað. Til að auka samskipti og samstarf hreyfinganna hefur Changemaker International verið sett á fót sem alþjóðleg regnhlífasamtök. Fundað verður reglulega og munu meðlimir hreyfinganna vera í samskiptum netleiðis. Nefnd var sett saman, þar sem samdar voru Alþjóðlegar leiðarreglur Changemaker, og áttu fulltrúar Íslands sæti í henni.

Konný og Guðjón, 2. og 3. frá hægri, á fundi með fulltrúum annara Changemaker landa