Enga olíuvinnslu!

Ég undirritaður/undirrituð tel að leit eftir olíu á Drekasvæðinu gang þvert gegn markmiði Sameinuðu þjóðanna um að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 2 gráður á Celsius.
Til að það gangi eftir má ekki brenna meira en 30% af allri þeirri olíu sem þegar hefur verið fundin. Niðurstaða Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) um loftslagsbreytingar er að draga verði að draga úr fjárfestingum í olíu og öðrum kolefnaiðnaði um 20 prósent ár hvert fram til ársins 2030. Gríðarlega óábyrgt verður að teljast að Ísland – iðnvætt og vel stætt land – ætli sér að fjárfesta í olíuvinnslu með gróðavon í huga án tillits til hins hnattræna samhengis. Ef raunverulegur vilji væri til þess að ná markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda væri olíuvinnslu á Drekasvæðinu sjálfhætt

Skrifaðu undir hér