Um Changemaker

Changemaker er ungliðahreyfing sem hefur það markmið að gera heiminn að sanngjarnari og réttlátari stað með jákvæðum og raunhæfum aðferðum. Það viljum við gera með því að koma auga á og uppræta misskiptingu milli iðnveldanna í norðri og þróunarríkjanna í suðri. Breytendur – Changemaker á Íslandi, eru hluti af hinu alþjóðlega Changemaker neti, en hreyfingin var upprunalega stofnuð í Noregi árið 1992. Nú starfar hún einnig í einhverri mynd í Finnlandi, Ungverjalandi, Hollandi, Kenýa og Pakistan.

Þau málefni sem Changemaker leggur áherslu á eru:

  • Sanngjörn viðskipti þar sem iðnríkin nota sterka samningsstöðu sína til að halda launum og réttindum verkamanna í þróunarlöndunum niðri.
  • Óréttmætar skuldir þar sem mikið af þeim lánum sem iðnríkin veittu þróunarríkjunum voru til einræðisherra sem notuðu þau til að fjármagna stríðsrekstur en ekki að byggja upp landið. Nú þarf fólkið í landinu að borga vextina af lánum sem voru tekin til þess að kúga þau.
  • Hlýnun jarðar þar sem þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað og við berum ábyrð á koma harðast niður á fátækum löndum í suðri sem eru heit fyrir.
  • HIV og AIDS þar sem það er að vaxa upp munaðarlaus kynslóð barna sem hafa misst foreldra sína úr alnæmi og samfélög sem hafa misst þorra vinnubærs fólks vegna hennar. Það eru iðnríkin sem hafa þekkinguna til að stemma stigu við útbreiðslu eyðniveirunnar og einkarétt á lyfjunum til að halda henni í skefjum.
  • Friður þar sem það eru iðnríkin sem framleiða og græða á vopnasölu en það eru óbreyttir borgarar, börn og aldraðir hinna fátæku landa sem verða verst úti.

Fræðsla og þekking:
Changemaker vill vekja fólk til meðvitundar um óréttlæti í heiminum og leiðir til þess að breyta því. Þetta gerum við með fræðslu til dæmis í framhaldsskólum og fairtrade kynningum á ýmiskonar vettvangi. Einnig stendur Changemaker fyrir heimsóknum til samstarfsaðila hjálparstarfsins í þróunarríkjunum og bjóða þannig ungu fólki upp á að kynnast aðstæðunum á vettvangi af eigin raun. Nýlega var farinn slík ferð til Indlands og má sjá myndir úr henni hér á síðunni.

Við getum breytt heiminum:
Eitt af því sem gerir Changemaker að svo öflugum samtökum er hve skýr markmið hóparnir setja sér. Þegar markmið liggur ljóst fyrir er næsta skref að koma auga á hvaða aðili það er sem hefur umboð til þess taka viðeigandi ákvörðun. Hópurinn beitir þá þeim úrræðum sem hann býr yfir til þess að hafa áhrif á viðkomandi aðila (ráðherra, skólastjóra, innkaupastjóra, ritstjóra o.s.frv.) á jákvæðan hátt. Við trúum því nefnilega að flest fólk vilji taka þátt í að breyta heiminum til hins betra, ef þeim er sýnd leið til þess. Changemaker leggur áherslu á að aðferðirnar séu sjónrænar og skemmtilegar. Það gerir þær líklegri til árangurs og að þær vekji athygli fjölmiðla og þar með vitund almennings.

Lýðræðislegar aðferðir:
Changemaker leggur áherslu á að hver hópur velur sjálfur að hvaða markmiði hann vill vinna. Hver hópur er hafsjór úrræða og móta þau þær aðferðir sem hópurinn notar til að ná markmiði sínu. …Þannig verða oft til frumlegar hugmyndir sem breiða úr sér frá einum hópi til annars. En allir hóparnir hafa það sameiginlega markmið að gera heiminn að sanngjarnari stað….