Aðalfundur Breytanda

Skrifað þann 11 Feb, 2011

Aðalfundur Breytanda

Ólöf Rún Benediktsdóttir skrifar

Það var líf og fjör í Grensáskirku miðvikudaginn 9. febrúar 2011 þegar árlegur aðalfundur Breytanda haldinn í fundaraðstöðu kirkjunnar. Mættu til fundarins bæði nýliðar og rótgrónar Breytendur til að fara yfir farinn veg og móta stefnu framtíðarinnar. Þorsteinn Valdimarsson fékk það hlutverk að rifja upp afrek seinasta árs og ber þá helst að nefna Fjaðrafokið, kynningar í nokkrum framhaldskólum, Noregsferðir og síðast en ekki síst Fairtrade herferðin okkar ógurlega sem við munum setja endapunktinn við á næstunni (lesendur Fréttablaðsins ættu að hafa augun opin).

Farið var yfir reglur félagsins og meðal stórra breytinga var hátturinn á því hvenær þema ársins er valið. Voru reglurnar gerðar líkari því sem tíðkast í Noregi en þá verður þema ársins 2012 valið á fjaðrafoki 2011 en hugmyndavinnunni verður hinsvegar beint að herferð ársins 2011. Önnur mikilvæg breyting var að í stað eins launaðs ritarastarfs í þágu félagsins var þeim fjölgað í tvö, og launahlutfall lækkað en sjálfboðastarf þeirra aukið. Þetta gerum við vegna aukinna umsvifa, án aukinnar fjármögnunar. Auk þess er fyrirkomulagið sanngjarnara gagnvart þeim sem vinna sjálfboðavinnu algerlega ólaunað fyrir félagið og á þannig að auka jöfnuð innan starfsins.

Að lokum var skipað í stjórn og eru nýskipaðir stjórnarmeðlimir eftirfarandi:
Lilja Salóme Pétursdóttir, ritari.
Þorsteinn Valdimarsson, ritari.
Ólöf Rún Benediktsdóttir, tengiliður við staðarhópa.
Gunnar Óli Markússon og Guðjón Andri Reynisson, nýliðunarfulltrúar.
Ísold E. Davíðsdóttir , meðstjórnandi.

Enn eru óskipaðir fulltrúar staðarhópanna í Grafarholti og á Akureyri en þeir fulltrúar verða meðstjórnendur.

Segðu þína skoðun