Fairtrade-dagurinn gríðarlega vel heppnaður!

Skrifað þann 14 May, 2009

Fairtrade-dagurinn gríðarlega vel heppnaður!

Alþjóðlegur dagur sanngjarnra viðskipta var haldinn með pompi og prakt þann 9. maí síðastliðinn, eða annan laugardag í maí. Yfir 30 manns tóku þátt í trumbuslættinum á Austurvelli og var öllum í mun að koma skilaboðunum um sanngjörn viðskipti á framfæri sem flestra. Veðurguðirnir voru á okkar bandi, því við fengum glampandi sól og var mikið af fólki á ferli sem tók vel á móti okkur og þáði bæklinga um málefnið.

Fairtrade stuðningsfólk um allan heim kom saman til þess að berja trumbur á þessum degi, og hugmyndin var einföld: Berjumst gegn fátækt og gefum taktinn fyrir sanngjarnari heimi með því að vekja athygli á Fair-trade og skemmta okkur í góðum hópi.

Trumblusláttur er hluti af tónlistarhefð allra menningarheima, og var þetta er alþjóðlegur viðburður sem fram fór í öllum heimsálfum. BIG BANG hófst við sólarupprás 9. maí í Nýja Sjálandi með trumbuslætti sem barst svo um allan heim, frá smábæjum í Afríku til stórborga í Asíu og bóndabýla í Ameríku. Hátíðinni lauk svo á sama hátt við sólsetur í Samoa, 48 tímum síðar.

Á heimasíðu skipuleggjenda dagsins má finna myndbönd af trumbuhringnum á Austurvelli, sem og öðrum viðburðum um allan heim.
Hér má sjá barið á trumbur um allan heim, m.a. á Austurvelli:

Stutta frétt ríkissjónvarpsins um málið má svo finna hér:

Segðu þína skoðun