Auglýsing: FJAÐRAFOK!

Skrifað þann 7 Apr, 2009

Náttúra! Partý! Hugmyndafræði! Nammi! Kosningar! Bústaðaferð!

Við auglýsum eftir þáttakendum í Fjaðrafok Breytanda 2009, og vonumst við eftir góðri þáttöku!

Ferðin verður haldin helgina helgina 24-26 apríl og er ætluð fólki í 10. bekk og á framhalds- eða háskólaaldri. Við verðum í Alviðru, umhverfisfræðslusetri Landverndar, og kostar gistingin þar í mesta lagi 1.500 kr. nóttin á mann, vonandi minna ef við verðum fleiri. Planið er að vera 2 nætur. Það verður matur á boðstólunum en einnig er ráðlegt að hafa lausan pening með, en sjoppan Þrastarlundur er þarna í göngufæri.

Hluti af dagskránni er skipulagður með fyrirlestrum og kynningum á hugmyndafræði og starfsemi Breytanda, en svo er auðvitað aðalatriðið að við bara verðum saman og skemmtum okkur, förum í gönguferðir eitthvað út í náttúruna þarna og spilum eða segjum draugasögur á kvöldin.

Stóra málið er að þessa helgi eru kosningar til Alþingis íslendinga. Því biðjum við fólk sem ætlar að kjósa til að greiða utankjörfundaratkvæði (það er ekkert mál), og svo um laugardagskvöldið höfum við okkar eigin kosningavöku og fylgjumst spennt með úrslitunum, hver með sínum flokki.

Það eru allir velkomnir, og við biðjum áhugasama um að skrá sig eða spyrja um nánari upplýsingar að senda línu á changemaker@changemaker.is

Sjáumst hress við Alviðru!
Kv. Þorsteinn Breytönd.

  • By Þorsteinn at 07/04/2009 – 16:15

Deila þessu

Segðu þína skoðun