Tímamótaákvörðun um losun gróðurhúsalofttegunda

Skrifað þann 6 Jun, 2009

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á dögunum tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra þess efnis að stefna stjórnvalda verði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 15% til 2020, miðað við árið 1990. Samkvæmt Kýótó-bókuninni fékk Ísland heimild til að auka losun sína um 10% á tímabilinu 2008-2012. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í dag felur því í sér um 25 prósentustiga samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld lýsa því yfir að þau séu reiðubúin að taka á sig skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, líkt og önnur vestræn ríki hafa gert í tugi ára.

Breytendur fagna þessari tímamóta ákvörðun stjórnvalda og minna á mikilvægi þess að víkja ekki frá settri stefnu. Þó auðvitað megi alltaf gera betur og björninn sé ekki unnin ennþá þá er þessi mikla brottför frá fyrri stefnu íslendinga í umhverfismálum fagnaðarefni. Þá minnum við á að svona ákvarðanir eru ekki teknar eftir geðþótta valdhafa hverju sinni, þær eru teknar að vel ígrunduðu máli eftir að allir sem vilja hafa lagt sitt á vogarskálarnar, og þar skiptir vilji almennings miklu máli. Við í Breytendum erum stolt að vera meðal þeirra sem komu skoðunum sínum á framfæri, og ætlum okkur að halda áfram og hafa enn meira að segja í framtíðinni um þessi mál.

Nánari upplýsingar má finna hér:
http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1434
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/29/dregid_ur_losun_grodurhusalo…

Deila þessu

Segðu þína skoðun