Hvatning á Arctic Circle ráðstefnu

Skrifað þann 16 Oct, 2015

Meðlimir Breytanda – Changemaker tóku þátt í skipulagningu og framkvæmd viðburðar sem haldinn var af óformlegum áhugahópi um loftslagsmál, föstudaginn 16. október við upphaf dagskrár Arctic Circle ráðstefnunnar í Hörpu.
Gestir voru minntir á að loftslagsmálin mætti ekki taka út fyrir sviga þegar málefni Norðurslóða eru rædd, og þeirri skoðun komið á framfæri að olía í lögsögu Íslands ætti að liggja óhreifð. Oregami drekar voru afhentir ráðstefnugestum, og var borði á fyrir utan þar sem á stóð “Ekki vekja sofandi dreka”. Með í gjörningnum voru einnig 6 svissnesk ungmenni sem nú eru stödd hér á landi með æskulýðshópi sínum til að læra um málefni Changemaker.

Hér má lesa yfirlýsingu hópsins. Í henni kemur fram að ekki sé hægt að tala um norðurslóðir án þess að ræða loftslagsbreytingar af mannavöldum, enda muni svæðið verða fyrir gríðarlegum breytingum á komandi árum og áratugum. Norðurskautið hitnar nú tvisvar til þrisvar sinnum hraðar en svæði sunnar á hnettinum. Þessar breytingar eru um margt afar neikvæðar, þótt einhverjir sjái fyrir sér tækifæri á gróða. Umfjöllun mbl.is um málið má lesa hér

Hér má svo sjá myndir frá gjörningnum:

Deila þessu

Segðu þína skoðun