Komdu á Fjaðrafok 2015!

Skrifað þann 20 Mar, 2015

Komdu á Fjaðrafok 2015!

Einn af hápunktum í starfi Breytanda er hið árlega mót Fjaðrafok, sem nú styttist í! Fjaðrafok er mót þar sem gamlir og nýir þátttakendur í starfi Changemaker fara í leiki, hlýða á fyrirlestra, leggja heilann í bleyti og skipuleggja skemmtilega viðburði. Nánari dagskrá verður auglýst síðar, en á henni verður m.a. sundferð, kvöldvaka og master actionary! Auk þess verður á mótinu uppákoma þar sem vakin verður athygli á núverandi baráttumáli Changemaker, að olía í lögsögu Íslands skuli liggja óhreyfð.

Mótið er opið öllum á aldrinum 14- 30 ára. Fjaðrafok verður í þetta skiptið haldið helgina 17. – 19. apríl á Akureyri. Dagskráin fer fram í Rósenborg, húsnæði Akureyrarbæjar, þar sem einnig er gist. Þáttökugjald er 3.000 krónur en innifalin er gisting í tvær nætur, matur og námskeið. Rútuferð verður frá Reykjavík seinni part föstudagsins. Skráning fer fram á netfangið changemaker(at)changemaker.is

Hér eru nánari upplýsingar ásamt leyfisbréfi.
Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Deila þessu

Segðu þína skoðun