Það styttist í Fjaðrafok!

Skrifað þann 1 Jun, 2014

Það er komið að því – Fjaðrafok nálgast!

Fjaðrafok er árlegt mót Breytanda þar sem gamlir og nýjir þátttakendur fara í leiki, hlýða á fyrirlestra, leggja heilann í bleyti og skipuleggja skemmtilega viðburði. Nánari dagskrá verður auglýst síðar, en á henni verður sundferð, kvöldvaka og master actionary! Í ár heimsækja mótið fulltrúar erlendra systurhreyfinga Changemaker og munu krydda mótið með kynningum á starfi sínu. Auk þess verður á mótinu uppákoma þar sem vakin verður athygli á baráttumáli Changemaker þetta árið, að olía í lögsögu Íslands skuli liggja óhreyfð. Mótið er opið öllum á aldrinum 14- 30 ára. Pláss er fyrir að hámarki 30 manns á mótinu.

Fjaðrafok verður í þetta skiptið haldið helgina 4. -6. júlí í Skátaskálanum Lækjarbotnum, sem er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þáttökugjald er 3.000 krónur en innifalið er gisting í tvær nætur, matur og námskeið. Fari ferðakostnaður þátttakanda yfir 10.000 kr býðst honum að fá mótsgjald lækkað niður í 2.500 kr. Skráningu lýkur 27. júní, og greiða þarf fyrir þann dag.

Hægt er að skrá sig með því að senda netpóst á changemaker@changemaker.is. Þangað má einnig senda allar spurningar sem kunna að vakna.

Í meðfylgjandi auglýsingu eru nánari upplýsingar ásamt leyfisbréfi sem nauðsynlegt er að forráðamenn þátttakenda undir 18 ára undirriti.


																		
						

Segðu þína skoðun