Olíu Uppvakningar

Skrifað þann 25 Apr, 2014

Á sumardaginn fyrsta héldu Breytendur niður í miðbæ Reykjavíkur til þess að vekja athygli á því að okkur finnst olíuleit í lögsögu Íslands glórulaus.

Til þess að vekja athygli á var hópurinn klæddur í uppvakningabúninga, því olíuhungur sumra íslendinga finnst okkur nefninlega hafa svipuð áhrif og skæðasti ZOMBÍ-vírus, yfirtekur skynsemi og rökhugsun og skilur aðeins eftir löngun í meira og olíuglampa í augum. Við teljum Siðferðislega óréttlætanlegt er að hefja vinnslu á olíu nú þegar ljóst er hve alvarlegum loftslagsbreytingum hnötturinn stendur frammi fyrir. Fyrir þeim sem smitaðir eru af olíuvírusnum er hlýnun jarðar þó ekki vandamál – ekki á meðan von er á SKAMMTÍMAGRÓÐA fyrir okkur íslendinga! Hægt er að skrifa undir kröfur Breytanda hér.

Myndir má finna á facebook síðu okkar

Segðu þína skoðun