Í fyrsta sinn á haustönn!!!

Skrifað þann 30 Oct, 2013

Í fyrsta sinn á haustönn verður haldið Fjaðrafok!
Helgina 8. til 10. nóvember verður Fjaðrafok haldið í Selfosskirkju. Á Fjaðrafoki verður ný og spennandi herferð sett af stað. Mæting er upp í Mjódd kl 16:00 á föstudeginum þar sem við tökum strætó á Selfoss og heimkoma verður kl 15:00 á sunnudeginum. Mótið kostar 2500 kr. og innifalið í því er allur matur og gisting aftur á móti þarf hver og einn að borga ferðir fram og til baka með strætónum. Eins og þið vitið er sjoppa á Selfossi en svo er alltaf hægt að koma með nammið að heiman. Skráning verður á tölfupóstin changemaker@changemaker.is eða í síma 865-0191 (Guðjón) en allir sem ættla að koma með verða að vera búin að skrá sig fyrir fimmtudaginn 7. nóvember.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Deila þessu

Segðu þína skoðun