Bátastönt – myndir

Skrifað þann 18 Oct, 2011

Bátastönt – myndir

Breytendur komu saman laugardaginn 8. október og minntu á að Íslenskt er umhverfisvænt. Hópnum langaði að minna á það að íslensk framleiðsla er ekki einungis góð fyrir þjóðarbúskapinn, hún er líka umhverfisvænni. Þessa alhæfingu byggjum við á því að dýrt (talið í co2 magni) er að flytja inn vörur til eyjunnar okkar, og það sem er framleitt með raforku hér, eins og t.a.m. grænmeti, er framleitt úr umhverfisvænni orku. Meira  um tölur þess efnis hér.

En Breytendur komu saman þrátt fyrir rok og kulda og fleyttu bátum á tjörnina í Reykjavík til að vekja athygli á málinu. Athyglin varð takmörkuð vegna veðurs, en myndirnar sem náðust af viðburðinum eru broslegar. Við munum svo vinna áfram með málefnið þegar tækifæri gefst!

Sjáið fleiri myndir af bátastöntinu hér

Segðu þína skoðun