Íslenskt er umhverfisvænt!

Skrifað þann 27 Sep, 2011

Íslenskt er umhverfisvænt!


Við höfum meiri áhrif en við höldum! Breytendur hafa oft bent á mikilvægi þess að vera meðvitaður neytandi, og sérstaklega í samhengi þess að velja Fairtrade vottaðar vörur. Nú erum við að vinna með umhverfismál og viljum benda á að við getum valið um að menga minna með því að velja íslenska framleiðslu í matarkörfuna! Þetta tvennt stangast ekki á – Fairtrade vottaðar vörur eru nær alltaf vörur sem ekki eru framleiddar hér á landi.

Frekari rannsóknir vantar á þessu sviði, en óformleg könnun gaf eftirfarandi niðurstöður – sem ber þó aðeins að taka sem vísbendingu. Þrír tómatar í verslun í Reykjavík voru teknir fyrir, einn frá Flúðum, einn frá Spáni, og einn frá Danmörku. Kolefnisfótsporið var minnst 200 gr/kg á íslenska tómatnum, 500 gr/kg á þeim spænska, en 3000 gr/kg á þeim danska!

Tómatinn frá Flúðum þarf aðeins að keyra til Reykjavíkur, hann er framleiddur með rafmagni úr fallvatnsorku sem skilur ekki eftir sig kolefnisslóð. Tómaturinn frá Spáni er framleiddur með sólarorku, en hann þarf að flytja langa leið hingað. Danski tómaturinn er svo framleiddur með óumhverfisvænu rafmagni, og þarf auk þess að flytja.

Breytendur verða með viðburð laugardaginn 8. okt. kl. 15.00 við tjörnina í Reykjavík. Komdu og fleyttu bát með okkur til að vekja athygli á því að það skiptir máli að versla meðvitað! Við bendum á síðuna http://eitthvadannad.is/ en hún snýst um að vekja athygli á íslenskri hönnun og framleiðslu.


Ath.  Upphaflega átti viðburðurin að vera 1. okt, en var frestað vegna veðurs. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

0 Comments

Trackbacks/Pingbacks

  1. Bátastönt – myndir | Changemaker - [...] Breytendur komu saman laugardaginn 8. október og minntu á að Íslenskt er umhverfisvænt. Hópnum langaði að minna á það…

Segðu þína skoðun