Aðalfundur Breytanda 2013

29 Nov, 2013 eftir

Aðalfundur Breytanda verður haldinn miðvikudagskvöldið 18. desember í Grensáskirkju. Fundurinn hefst kl. 18.00. Boðið verður upp á léttar veitingar. Dagskráin er svohljóðandi: 1. Velkomin – Farið yfir árangur síðastliðins árs. 2. Farið yfir lög- og reglur Breytanda. 3. Stjórnarkjör. Tillaga verður lögð fyrir fundinn að embætti hennar verði eftirfarandi: – leiðtogi er andlit útávið, skrifar greinar ofl. – herferðarstjóri ber ábyrgð á...

nánar >>

Undirskriftar afhentar borgars...

20 Nov, 2013 eftir

Breytendur hittu Jón Gnarr borgarstjóra ásamt Ellý Katrínu Guðmundsdóttur borgarritara í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 20. október og afhentu þeim afrakstur átaks síns Auðveldum Endurvinnslu. Borgarstjóri tók vel á móti okkur og var sammála um mikilvægi endurvinnslumála, og þess að ungt fólk léti sig þau varða. Hann benti á að bláa tunnan væri þegar gott framtak, og vildi líka koma því á framfæri að Reykjavíkurborg stendur sjálf fyrir verkefninu Grænu...

nánar >>

Alþjóðafundurinn í Kenía

11 Nov, 2013 eftir

Ólöf Rún Benediktsdóttir er nýkomin heim úr heimsókn sinni til Kenía, en þar sem hún sótti hin árlega Alþjóðafund Changemaker International. Í ár var fundurinn haldinn hjá systurhreyfingu Breytanda, KYCN (Kenyan Youth Climate Network), og kynntist Ólöf einnig starfsemi þessa hóps í Kenía. Hér fylgir ferðasaga hennar og yfirlit á fundarályktunum Changemaker International. Það fyrsta sem greip athygli mína þegar ég steig út úr flugvélinni var sólin. Hún er...

nánar >>