Ný stjórn og uppfærðar reglur ...

7 Jan, 2014 eftir

Aðalfundur Breytanda var haldinn miðvikudagskvöldið 18. desember síðastliðið. Fundurinn hófst á því að Guðjón Andri Reynisson ritari fór yfir starfið árið 2013. Þar kenndi ýmissa grasa, þetta ár mættu í fyrsta sinn alþjóðlegir gestir á Fjaðrafok Breytanda sem haldið var í Apríl, (einnig var í fyrsta sinn haldið Fjaðrafok um haust seinna á árinu).  Um sumarið vöktu Breytendur athygli á því að betur megi gera í sorphirðu í höfuðborginni, sem...

nánar >>

Undirskriftar afhentar borgars...

20 Nov, 2013 eftir

Breytendur hittu Jón Gnarr borgarstjóra ásamt Ellý Katrínu Guðmundsdóttur borgarritara í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 20. október og afhentu þeim afrakstur átaks síns Auðveldum Endurvinnslu. Borgarstjóri tók vel á móti okkur og var sammála um mikilvægi endurvinnslumála, og þess að ungt fólk léti sig þau varða. Hann benti á að bláa tunnan væri þegar gott framtak, og vildi líka koma því á framfæri að Reykjavíkurborg stendur sjálf fyrir verkefninu Grænu...

nánar >>

Myndir frá Fjaðrafoki 2013

20 Apr, 2013 eftir

Fjaðrafok 2013 var haldið helgina 22 – 24. mars síðastliðinn í sumarbúðunum Ölveri undir Hafnarfjalli. Í fyrsta skipti fengum við erlenda gesti til okkar, en tveir fulltrúar frá Noregi og tveir frá Finnlandi sátu mótið. Eins og alltaf var þetta fimmta Fjaðrafok Breytanda mikil skemmtun, og þar fræddust þeir sem mættu um umhverfis- og mannréttindamál, fóru í leiki og spil, höfðu gaman og eignuðust fullt af vinum. Nokkrar myndir frá mótinu eru nú komnar hér...

nánar >>