Hvatning á Arctic Circle ráðst...

16 Oct, 2015 eftir

Meðlimir Breytanda – Changemaker tóku þátt í skipulagningu og framkvæmd viðburðar sem haldinn var af óformlegum áhugahópi um loftslagsmál, föstudaginn 16. október við upphaf dagskrár Arctic Circle ráðstefnunnar í Hörpu. Gestir voru minntir á að loftslagsmálin mætti ekki taka út fyrir sviga þegar málefni Norðurslóða eru rædd, og þeirri skoðun komið á framfæri að olía í lögsögu Íslands ætti að liggja óhreifð. Oregami drekar voru afhentir...

nánar >>

Komdu á Fjaðrafok 2015!

20 Mar, 2015 eftir

Einn af hápunktum í starfi Breytanda er hið árlega mót Fjaðrafok, sem nú styttist í! Fjaðrafok er mót þar sem gamlir og nýir þátttakendur í starfi Changemaker fara í leiki, hlýða á fyrirlestra, leggja heilann í bleyti og skipuleggja skemmtilega viðburði. Nánari dagskrá verður auglýst síðar, en á henni verður m.a. sundferð, kvöldvaka og master actionary! Auk þess verður á mótinu uppákoma þar sem vakin verður athygli á núverandi baráttumáli Changemaker,...

nánar >>

Olíuleit mótmælt á Fjaðrafoki...

10 Jul, 2014 eftir

Fjaðrafok, helgarferð Breytanda, fór fram helgina 4-6. júlí 2014 í Skátaskálanum Lækjarbotnum. 15 manns voru með í ferðinni, þar af fjórir gestir frá systurhreyfingum okkar í Noregi og Finnlandi, sem sátu einnig dagana á undan árlegan fund Changemaker International samstarfsnetsins. Mótið þótti vel heppnað og auk fræðslu um baráttumál systurhreyfinga okkar var unnin hugmyndavinna fyrir frekara starf Breytanda. Eins og kunnugt er berjast Breytendur nú fyrir því að...

nánar >>

Það styttist í Fjaðrafok!

1 Jun, 2014 eftir

Það er komið að því – Fjaðrafok nálgast! Fjaðrafok er árlegt mót Breytanda þar sem gamlir og nýjir þátttakendur fara í leiki, hlýða á fyrirlestra, leggja heilann í bleyti og skipuleggja skemmtilega viðburði. Nánari dagskrá verður auglýst síðar, en á henni verður sundferð, kvöldvaka og master actionary! Í ár heimsækja mótið fulltrúar erlendra systurhreyfinga Changemaker og munu krydda mótið með kynningum á starfi sínu. Auk þess verður á mótinu...

nánar >>

Olíu Uppvakningar

25 Apr, 2014 eftir

Á sumardaginn fyrsta héldu Breytendur niður í miðbæ Reykjavíkur til þess að vekja athygli á því að okkur finnst olíuleit í lögsögu Íslands glórulaus. Til þess að vekja athygli á var hópurinn klæddur í uppvakningabúninga, því olíuhungur sumra íslendinga finnst okkur nefninlega hafa svipuð áhrif og skæðasti ZOMBÍ-vírus, yfirtekur skynsemi og rökhugsun og skilur aðeins eftir löngun í meira og olíuglampa í augum. Við teljum Siðferðislega...

nánar >>

Yfirlýsing vegna fyrirhugaðrar...

23 Apr, 2014 eftir

Olíulotterí Íslands – sparigrís eða feigðarflan? Breytendur – Changemaker Iceland eru hreyfing rekin af ungu fólki sem vinnur að jöfnuði og sanngirni í heiminum öllum. Í ár hyggjumst við vekja athygli á neikvæðu hliðum þess að íslendingar leggi í olíuvinnslu. Til að hnattræn hlýnun haldist undir tveggja gráðu mörkunum – sem talið er algert hámark  -má ekki brenna meira en 30% af allri þeirri olíu sem þegar hefur verið fundin. Gríðarlega óábyrgt...

nánar >>